Grasrótarbænahreyfing

  • Ein móðir segir annarri móður frá, deilir sýninni með einni og einni, aftur og aftur og aftur.
  • Þegar hópurinn er sterkur, nær hugsjónin flugi.
  • Þínir meðlimir eru bestu ,,boðberarnir" þínir.
  • Þegar Guð vinnur í lífi fólks og svarar bænum, þá elska mæður að deila því með öðrum.

Hvernig sterkir hópar eru byggðir upp:

  1. Sú sem leiðir þekkir og fylgir fyrirkomulagi frá Mæðrum í bæn. Hún biður út frá fjögurra þrepa bænaforminu í einingu með hinum, út í gengum stundina. Hún er undirbúin. (Bænaskjöl eru fáanleg á síðunni MomsinPrayer.org.) Vel þjálfaður leiðtogi er öruggur og spenntur yfir þeim forréttindum að leiða konurnar í hópnum sínum í einbeittri, einhuga bæn. Hópmeðlimirnir munu þá bjóða öðrum að vera með og munu einnig deila hugsjóninni með fjölskyldu og vinum sem eiga börn í öðrum skólum, skora á þau að vera með og byrja með hóp, Mæður í bæn. Þá gætir margfeldisháhrifa.
  2. Leiðtoginn er spenntur. Hann sér þessa stund ekki sem byrði, heldur lífbreytandi, í eigin lífi sem og kvennanna í hópnum. Móðirin sem leiðir veit að Guð vinnur í gegnum bæn og að kraftur er leystur úr læðingi í samhljóða bæn. Í Matteusarguðspjalli 18:19 og Matt. 28:20, setur Jesús fram meginreglur um bæn sem undirstrika að tveir eða fleiri eru vissulega sterkari! Þetta er besta ákvörðun sem þú gætir tekið um hvernig þú verð einum klukkutíma á hverri viku.
  3. Leiðtoginn er gefinn verkefninu. Hann er tilbúinn að leiða hópinn - þá daga sem hann langar til að leiða hópinn og dagana sem hann finnur ekki löngun til þess. Sú móðir veit að Guð blessar hlýðni hennar. Hún skuldbindur sig til að vera tilbúin með bænaskjalið sitt.
  4. Sú sem leiðir, gerir það út frá hreinu hjarta. Hún er ekki fullkomin, en hún hefur hlotið fyrirgefningu.
  5. Hún á hljóðan tíma reglulega . Hún ásetur sér að eiga tíma með Jesú, og hann er hennar fyrsta ást. Hún fer að dæmi Jesú gagnvart konunum í hópnum hennar og leyfir honum að leiða hópinn í gegnum sig. 
  6. Sú sem leiðir setur tóninn fyrir samfélag. Konur vilja tilheyra. Þær vilja finna sig öruggar, elskaðar og meðteknar, þar sem þær eru án fyrirdæmingar.
  7. Sú sem leiðir gerir það af heilindum.
    • Hún byrjar og endar alltaf á réttum tíma.
    • Hún leiðir með því að biðja fyrirbænirnar og þakkirnar, í stað þess að deila þeim fyrst.
    • Hún leggur alltaf áherslu á trúnað.
  8. Leiðtoginn finnur nýjan leiðtoga þegar hann skiptir um vettvang. Hann veit að það skiptir sköpum að bænaverndinni sé haldið áfram fyrir skólanum hans þegar hann færir sig yfir á næsta stig. Sú sem leiðir biður hina hópmeðlimina öðru hvoru að leiða, svo aðrir vaxi þægilega inn í hlutverkið. Hún er virk í að biðja þess að Guð velji nýjan leiðtoga á réttum tíma.
  9. Sú sem leiðir heldur uppi sýn Mæðra í Bæn fyrir konunum í hópnum hennar. Hún gerir sér ljóst að hópurinn hennar er hluti af einhverju stærra - þúsundum kvenna sem biðja í hópum út um allan heim. Hún heimsækir reglulega vefsíðu Moms in prayer og fylgist með því sem Guð er að gera í gegnum Mæður í bæn á heimsvísu, svo að hún geti hvatt hópinn sinn. Konur vilja vera þátttakendur í því sem Guð blessar, margfeldisáhrifunum af þjónustu lærisveina sem hafa fjárfest eilíflega í lífi barna og skólum - í þessu landi og löndum um allan heim.
  10. Sú sem leiðir sækir leiðtogaráðstefnur. Hún veit að hún fyllist krafti, fær hvatningu, verkfæri til að vinna með og fær mikilvæga endurnýjun og upplýsingar.

Hvaða árángur næst í sterkum hópi?

  1. Konur upplifa bænasvör.
  2. Konur vaxa í trú sinni og í samfélagi sínu við Krist.
  3. Konur upplifa að Jesús konungur var mitt á meðal þeirra þegar þær voru samhuga og með honum samkvæmt vilja hans og orði.
  4. Konur munu skuldbinda sig. Hver myndi vilja missa af þessum kröftuga, áhrifaríka bænatíma? Þær munu læra að elska agann og uppbyggingu þessa tíma. Þær munu læra að meta tímann sem varið er í bæn í stað þess að tala.
  5. Konurnar í hópnum þínum munu teygja sig til annarra og bjóða þeim. Expect Harvest!* 

Vænstu uppskeru!*

  1. Temdu þér viðhorf eftirvæntingar um mikla uppskeru: frelsi/vakningu í skólanum, hver skóli hulinn í bæn.
  2. Biddu um yfirflæði - tvöfalda blessun. ,,Í dag er boðað: Ég endurgeld þér tvöfalt. “ Sakaría 9:12b Biddu um tvöfaldan fjölda skóla sem beðið er fyrir, tvöfalt fleiri meðlimi í hópnum þínum, tvöfalt fleiri leiðtoga (svæðis- og fylkjastjóra), tvöföld tækifæri til að tala um Mæður í bæn í MOPS (samfélag mæðra í kirkjum til að styrkja og efla mæður í því hlutverki), kirkjum, biblíuleshópum, við nágranna, o.s.frv.
  3. Ekki gefast upp. Biddu þess að þú bundin (verðir knúin) af heilögum anda (úr Postulasögunni 20:22) fyrir ást þína á Meistaranum sem kallaði þig til að þjóna í þessari þjónustu. Þarna er akur sálna tilbúinn til uppskeru.
  4. Ekki efast! Trúðu því að Guð sé að verki. ,,Því við lifum í trú, án þess að sjá" 2. Korintubréf 5:7

Bæn okkar fyrir þér er þessi: ,, Drottinn hinn hæsti, kórónaður þetta ár _(nafn)_ með mikilli uppskeru; megi jafnvel þurru plógförin vera yfirfljótandi." (úr Sálmi 65:11) Akurinn þinn lýtur kannski ekki út fyrir að vera merkilegur fyrir þeim sem ekki þekkir til...
En undir vetrarsnjónum eru möguleikar. Stórkostlegir hlutir geta gerst. Snauð jörð getur orðið frjósamur jarðvegur. Frosnar grundir dagsins í dag geta orðið uppskeruakur morgundagsins! Að verja kröftum í frosinn, snauðan jarðveg er ekki tímasóun. Þó það séu engin merki um líf núna, þýðir það ekki að það geti ekki orðið. Það þýðir ekki að það verði ekki... Það eru möguleikar í hinu óséða! En áður en hægt er að uppskera er verk að vinna. Sáðum þarf að sá, dreifa þarf áburði, reita þarf upp illgresi og bæna þarf að biðja.
Það tekur tíma og heilmikið erfiði.
Á uppskerutíma er það allt þess virði!

Tekið úr grein eftir Brian Wechsler