Kjarni trúarinnar

  • Við aðhyllumst allar trúarjátningu MIPI. ​
  • Við meðtökum Jesú í líf okkar sem frelsara og Drottinn og að Jesús er Guð.
  • Við trúum því að Guð leysi út kraftinn sinn í gegnum bænir okkar, börnum okkar og skólum þeirra til handa.
  • Við trúum að Guð heyri og svari bænum okkar.

Megin tilgangur

  • MIPI hefur áhrif á börn og skóla á heimsvísu fyrir Krist með því að sameina mæður í bæn.
  • Sýn okkar er að hver einasti skóli í heiminum verði umvafinn bæn.

Megin forgangsröðun

  • Guð fyrst
  • Fjölskyldan önnur
  • Þjónustan þriðja

Megin form og aðferð

  • Einhuga bæn
  • Fjögurra þrepa bæn
  • Að biðja samkvæmt ritningunni
  • Að biðja markvisst
  • Að biðja sem trúboð

Meginreglur

  • Við erum þjónar Drottins og treystum algjörlega á hann, bæði hvað varðar leiðsögn og hjálp. Hinir stæra sig af vögnum sínum og stríðshestum, en vér af nafni Drottins, Guðs vors. Sálmur 20:8.
  • Við þjálfum lærisveina þegar við kennum konum að biðja og treysta Guði og stefnum að margföldun því við viljum sjá hvern einasta skóla umvafinn bæn.
  • Við höfum verið kallaðar til að þjóna í MIPI.
  • Við erum ábyrgar sem fulltrúar MIPI og sýn starfsins og komum fram fyrir hönd þjónustunnar í kærleika og heiðarleika.
  • Við fóstrum, hvetjum og undirbúum með guðlegum, lítillátum, óvandlátum anda og setjum fordæmi um biblíulegan kvendóm og kynferðislegt hreinlæti.
  • Við búum yfir skilaboðum sem færa hvatningu og von til mæðra.
  • Við gætum þess að brjóta ekki þann þagnaðareið sem ríkir í hópnum - það sem beðið er fyrir í hópnum, fer ekki út fyrir hópinn.
  • Við biðjum fyrir börnum og skólum.
  • Við erum ekki málafylgjusamtök: MIPI er ekki málafylgjuhópur, hversu verðugur sem málstaðurinn er. Þátttaka í stjórnmálum eða öðrum félagslegum málefnum verður að vera eingöngu á persónulegum grunni. Nafn MIPI má aldrei vera notað í tenginu við önnur málefni.
  • Við munum koma fram við alla þá aðila sem styðja okkur fjárhagslega, með hæsta mögulega staðli hvað varðar sannleika, nákvæmni og velsæmi frammi fyrir Guði.