1. 011Við trúum því að Biblían sé Orð Guðs, innblásin af Heilögum Anda, án villu og að hún sé leiðavísir trúar okkar, lífs okkar og framkomu.
    Sjá:
    2.Mósebók 4:1, Sálmur 19:8-10, Orðskviðirnir 30:5-6, 1.Korintubréf 2:13, Galatabréfið 1:8-9, 2.Tímóteusarbréf 3:15-17, 2.Pétursbréf 1:20-21, Opinberunarbókin 22:18-19
  2. Við trúum á þríeinan eilífan Guð, Guð föður, Guð Son og Guð Heilagan Anda.
    Sjá:
    1.Mósebók 1:1-3, Jesaja 44:6-8, Matteus 28:19-20, Markús 12:29, Jóhannes 1:1-4, Postulasagan 5:3-4, 2.Korintubréf 13:13
  3. Við trúum á Guð föður, hinn almáttuga sem er fullkominn í heilagleika, visku, krafti og kærleika. Við trúum því að fyrir náð sína sé honum annt um alla menn, hann heyrir hverja bæn og frelsar alla frá synd og dauða sem koma fram fyrir hann í gegnum Jesú Krist.
    Sjá:
    1.Mósebók 21:33, Jesaja 40:28, 2.Mósebók 33:14, Opinberunarbókin 4:8, Jeremía 32:17, Rómverjabréfið 11:33-34, Efesus 1:19-20, Jeremía 31:3, Rómverjabréfið 5:8, 2.Samúelsbók 24:14, 1.Jóhannesarbréf 5:14-15
  4. Við trúum því að Jesús sé eingetinn sonur Guðs, fæddur af Maríu mey. Við viðurkennum Guðdómleik hans. Við trúum á syndlaust líf hans, á kraftaverk hans, dauða hans á krossinum og líkamlega upprisu hans frá dauðum. Við trúum því að hann hafi stigið upp til himins og sitji til hægri handar Guðs. Við trúum því að hann sé frelsari okkar sem biður stöðuglega fyrir okkur. Við trúum á endurkomu Jesú Krists í krafti og dýrð.
    Sjá:
    Jóhannes 1:1-2, 14:18, 3:16, Lúkas 1:34-35, 24:26, Hebreabréfið 4:14, Rómverjabréfið 3:23-26, Markús 8:38, Matteus 24:30, 1.Korintubréf 15:3-4
  5. Við trúum á Guð Heilagan Anda, að hann sé hjálpari og huggari okkar. Við trúum á daglega leiðsögn hans, að hann opinberi okkur sannleikann og að hann sannfæri okkur um synd, réttlæti og dóm. Við trúum því að Heilagur Andi taki sér bústað í okkur í gegnum endurfæðinguna og að á þann hátt geri okkur kleift að verða Guðs börn og lifa lífinu í virðingu og kærleika til Guðs.
    Sjá:
    Jóhannes 3:5-8,14,16-17 vers, Jóhannes 16:13-14, Postulasagan 1:8, 1.Korintubréf 12:13, Efesus 4:30-32 og 5:18
  6. Við trúum því að allir séu fæddir undir synd og aðskilin frá Guði og þess vegna þurfum við á frelsi að halda. Við verðum ný sköpun í gegnum endurfæðinguna fyrir Heilagan Anda og það gerist þegar við játum syndir okkar og tökum á móti Jesú Kristi sem frelsara okkar og Drottni.
    Sjá:
    Jóhannes 3:4-8, Efesusbréfið 1:7-8, 2:8-9, Títusarbréf 3:5-6, 1.Pétursbréf 1:23, Postulasagan 2:21
  7. Við trúum á líkamlega upprisu fyrir alla menn, hinum trúuðu til eilífs lífs en hinum vantrúuðu til eilífrar glötunar.
    Sjá:
    Lúkas 16:19-26, 2.Korintubréf 5:8, Filippíbréfið 1:23, 2.Þessalonikubréf 1:7-9, Opinberunarbókin 20:11-15 
  8. Við trúum á andlegt samfélag trúaðra í gegnum Jesú Krist, Drottinn okkar og frelsara.
    Sjá:
    Matteus 28:19, Postulasagan 2:42-47, Rómverjabréfið 15:5-6, 1.Korintubréf 11:23-26 og 12-13 kafli.

Click here to view as a pdf.

© 2000 Moms In Touch International/Moms in Prayer International