Velkomin með okkur í Mæður í bæn á Íslandi

Áhugi þinn á bænastarfinu Mæður í bæn (MIB) er yndislegur og uppörfar okkur. Þó ert svar við bænum okkar. Við erum mjög þakklátar Drottni fyrir að kalla fleiri og fleiri mæður í Hans þjónustu til að biðja fyrir börnunum þeirra, kennurum og skólum á Íslandi.

Fyrsti bænahópurinn á Íslandi varð til árið 2009. Í dag eru 7 hópar vítt og breitt um landið og við höfum einn tengilið á Akureyri.

Ef þú hefur áhuga á að byrja með bænahóp getur þú pantað bæklinginn okkar sem kennir um ,,Fjögurra þrepa bæn“ (lofgjörð, syndajátning, þakkir og fyrirbæn) og hvernig við biðjum út Orð Guðs. Hann hjálpar okkur að nota tímann á Guðlegan hátt í stað þess að spjalla saman. Þú munt einnig finna fleiri hugmyndir að bæn fyrir kennurum og skólum.

Ef þú hefur áhuga á að læra meira um hvernig þú skipuleggur bænastund á þennan hátt eða hvernig þú leiðir hóp fyrir Mæður í bæn þá er möguleiki á að fá aðstoð á Skype-fundi.

Ef þú ert að leita að hóp eða hefur farið af stað með hóp væri frábært að heyra frá þér. Til þess að skrá hópinn hefur þú samband við okkur og þú getur einnig notað skráningarblað á þessari vefsíðu. Okkur langar til þess að hvetja og uppörva þig og hópinn þinn. Þú getur einnig fengið fréttabréf okkar tvisvar á ári. Ef þú hefur einhverjar spurningar hvetjum við þig til að hafa samband við okkur.

Mæður í bæn - Evrópuhópur & Israel