Gagnavörn: Við framfylgjum persónuverndarstefnu Evrópusambandsins (GDPR)

Eins og þú kannt að vita, taka lög Evrópusambandsins um persónuvernd gildi 25. maí 2018. Þó svo Mæður í bæn í Evrópu sé staðsett í Sviss, þjónum við mörgum konum í Evrópusambandinu og beygjum okkur undir persónuverndarstefnu Evrópusambandsins.

Persónuverndarstefna/Notkunarskilmálar

Alþjóðasamtökin Mæður í bæn heita þér því að við munum aldrei selja, leigja né selja aðgang að þínum persónulegu upplýsingum. Við munum taka öll nauðsynleg skref til að tryggja að persónu- og reikningsupplýsingar þínar sem þú lætur okkur í té, verði öruggar. Við viljum að þú upplifir öryggi þegar þú skráir þig inn eða heimsækir vefinn okkar. Þess vegna biðjum við þig að gefa þér smástund til að fara yfir mikilvægar upplýsingar sem á eftir fylgja.

Söfnun upplýsinga

Alþjóðasamtökin Mæður í bæn safna ekki persónuupplýsingum án þinnar vitundar þegar þú heimsækir vefinn okkar. Á hinn bóginn gefa Alþjóðasamtökin Mæður í bæn þér færi á að láta uppi persónuupplýsingar þínar á vefnum okkar. Upplýsingarnar sem við biðjum um eru í samræmi við þá þjónustu sem þú biður um. Sem dæmi, þú getur styrkt okkur fjárhagslega, skráð hópinn þinn, skráð þig á netpóstlista o.s.frv. Þær tegundir upplýsinga sem við söfnum eru einungis nauðsynlegar upplýsingar til að auðvelda okkur að bregðast við þeirri beiðni sem þú beiðir af okkur, eins og nafn þitt og upplýsingar til að geta haft samband við þig.

Ef þú skráir þig inn sem hópleiðtogi, þá munu Alþjóðasamtökin Mæður í bæn safna upplýsingum til að geta klárað slíkt ferli sem munu innihalda tengiliðaupplýsingar þínar, sem verða geymdar á öruggu gagnasvæði. Upplýsingarnar eru notaðar til að tengja aðrar mæður við þig og bænahópinn þinn.

Upplýsingar eru líka notaðar til að senda netpóst/póst um uppfærslu upplýsinga um samtökin og til að hvetja þig.

Gagnvart þeim sem gefa fjármagn til samtakanna, eru upplýsingar þínar notaðar til að greina fjárframlög þín svo við getum sent þér þakkarbréf eða kvittun til nota vegna skatta.

Ef þú deilir hugsunum þínum, athugasemdum, skoðunum, áhyggjum, hugmyndum, persónulegum vitnisburði, bænarefni, spyrð spurninga o.s.frv., safna Alþjóðasamtökin Mæður í bæn, með þínu leyfi, þeim upplýsingum og kunna hugsanlega að nota þær upplýsingar á einhvern þann veg sem lýst er  í hlutanum hér fyrir neðan, nefndur ,,Notkunarskilmálar”.

Notkunarskilmálar

Alþjóðasamtökin Mæður í bæn nota upplýsingarnar, sem þú gefur upp, á eftirfarandi hátt:

  • Til að bregðast við þínum skrifum, spurningum, athugasemdum, tillögum, hugsunum, skoðunum, bænum, áhyggjum og hugmyndum til að mæta innihaldi beiðninnar.
  • Ef þú ert hópleiðtogi, munu Alþjóðasamtökin Mæður í bæn nota upplýsingar þínar til að tengja móður sem þráir að sameinast virkum hópi fyrir skóla barns hennar.
  • Vinsamlegast uppfærðu, aðlagaðu og sérsníddu upplýsingar á vefsíðunni okkar reglulega, til að mæta þeim þörfum, áhugasviði og fyrirspurnum sem við fáum frá gestum síðunnar.
  • Sem skráður leiðtogi, meðlimur eða áhugamanneskja um Alþjóðasamtökin Mæður í bæn muntu öðru hvoru fá netpóst / póst um starfið.
  • Það kann að vera að haft verði samband við þig til að staðfesta ákveðna beiðni eða umbeðnar upplýsingar, staðfesta áskriftarupplýsingar, upplýsa þig um nýtt efni og tilboð eða láta þér í té upplýsingar sem við teljum að þú kunnir að hafa áhuga á.

Að lokum/ Veiting upplýsinga

Eins og fram hefur komið að ofanverðu, þá stendur það að Alþjóðasamtökin Mæður í bæn hvorki selja, leigja né selja aðgang að upplýsinum um þig til annarra. Í sumum tilvikum taka Alþjóðasamtökin Mæður í bæn höndum saman með viðlíka samtökum. Í slíkum tilvikum geta Alþjóðasamtökin Mæður í bæn látið stuðningsaðila sína vita af slíku samstarfi. Eftir sem áður munum við ekki láta öðrum samtökum eftir persónulegar tengiliðaupplýsingar þínar.

Persónuverndarstefna um styrktaraðila

Alþjóðastarfið Mæður í bæn mun hvorki selja né leigja frá sér upplýsingar um styrktaraðila til annarra, né senda styrktaraðilum póst fyrir önnur samtök.

Þessi stefna nær yfir allar þær upplýsingar sem Mæður í bæn fá í hendur, bæði í gegnum bein samskipti eða í gegnum netið og hvers konar rafræn, skrifuð eða munnleg samskipti.

Allir styrkir fara í gegnum þriðja aðila (þjónustuaðila), að því marki sem nauðsynlegt er. Nauðsynlegar upplýsingar um styrktaraðila munu aðeins vera notaðar í þeim tilgangi að taka við styrknum.

Varðandi tengla á vefsíður þriðja aðila

Persónuverndarstefna (MITI?)  stjórnar ekki miðlun upplýsinga milli þín og vefsíðu þriðja aðila. Við mælumst til þess að þú farir yfir stefnu þeirra síðu (finnst sennilega á síðunni þeirra) áður en þú veitir þeirri síðu aðgang, en sérstaklega áður en þú deilir einhverjum persónugreinanlegum upplýsingum. Að sama skapi nær þessi persónuverndarstefna ekki yfir þær aðgerðir sem þú kannt að gera á síðum annarra sem þú kannt að hafa komist á í gegnum vefsíðuna Mæður í bæn.

Leið til að breyta eða eyða

Ef þú vilt leiðrétta, uppfæra, bæta við eða eyða persónulegum upplýsingum, skaltu einfaldlega skrifa okkur póst: Moms in Prayer Europe, Bordeaux-Str. 5, CH-4053 Basel, Switzerland, eða á netpóstfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Breytingar

Alþjóðasamtökin Mæður í bæn áskilja sér rétt til að gera breytingar á þessari persónuverndarstefnu hvenær sem er, og biður þess að þú skoðir þessa stefnu ef hún breytist.

Spurningar og tillögur

Vinsamlegast sendið allar spurningar og athugasemdir varðandi þessa persónuverndarstefnu til: Moms in Prayer in Europe, Bordeaux-Str. 5, CH-4053 Basel, Switzerland, eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Þessi vefsíða kann að hafa veftengla á utanaðkomandi vefsíður sem haldið uppi af einstaklingum eða öðrum samtökum utan Alþjóðasamtakanna Mæður í bæn. Þegar þú opnar tengil að upplýsingum á annarri síðu, ertu komin undir persónuverndarstefnu þeirrar síðu sem innihalda þær upplýsingar, sem þú tengdir þig við.

Notkunaryfirlýsing

Allt það efni, öll tákn, öll einkennismerki og myndir sem birtast á þessari síðu eru höfundarréttarvarin og eru í eigu Alþjóðasamtakanna Mæður í bæn. Önnur tákn, vörumerki og einkennismerki er höfundarréttarvarin eigendum. Upplýsingar og tákn sem fyrirfinnast á síðunni, má ekki endurútgefa hvort heldur er í prenti eða á rafrænu formi án skriflegs leyfis Alþjóðasamtakanna Mæður í bæn.

Þessi vefsíða kann að innihalda tengla á síður þriðja aðila. Þeim vefsíðum þriðja aðila er ekki stjórnað af Alþjóðasamtökunum Mæður í bæn. Tenglarnir á þær vefsíður eru settir inn til þæginda. Mæður í Bæn samtökin ábyrgjast ekki efni þeirra vefsíða og er ekki skaðabótaskild á innihaldi neinna þessara síða, og nema það sé sérstaklega tekið fram, styðja samtökin  hvorki þessar vefsíður né innihald þeirra, vörur þeirra né þjónustu. Mæður í bæn samtökin bera ekki ábyrgð á neinu innihaldi vefsíðu stuðningsaðila sem tengd er þessari síðu, og þær skoðanir og þau viðhorf sem tjáð eru á vefsíðum stuðningsaðila þurfa ekki að endurspegla viðhorf og skoðanir samtakanna Mæður í bæn.

Click here to view as a pdf.